Bálhvasst í Skagafirði – Bíll fauk útaf
Fim - 11. Desember 2025 - 12:14 — Kristín Magnea Sigurjónsdóttir
Það er bálhvasst í Skagafirði og nú þegar hefur að minnsta kosti einn bíll fokið út af í Blönduhlíðinni.
Lögreglan á Norðurlandi vestra biður þá sem fara um á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind að fylgjast vel með mælingum á vef Vegagerðarinnar www.umferdin.is og gæta fyllsta öryggis.

