Feðgar mættust í úrslitum á pílumóti í Fjallabyggð
Fös - 12. Desember 2025 - 21:36 — Smári
Í aðstöðu Pílufélags Fjallabyggðar var Money In – Money Out pílumót haldið 11. desember og var þátttaka keppenda mjög góð. Alls tóku 15 kastarar þátt í mótinu, víðs vegar að af svæðinu, frá Dalvík, Ólafsfirði og Siglufirði, og ríkti afar góð stemning allan tímann.

Heiðar Gunnólfsson og Garðar Áki Halldórsson
Keppt var í fjórum riðlum áður en haldið var í útsláttarkeppni. Í B-úrslitum mættust þeir félagar Heiðar Gunnólfsson og Garðar Áki Halldórsson. Þar hafði Heiðar betur og tryggði sér sigur með 3–1 úrslitum.

Feðgarnir Halldór Ingvar Guðmundsson og Björn Helgi Ingimarsson
Í A-úrslitum mættust feðgarnir Björn Helgi Ingimarsson og Halldór Ingvar Guðmundsson í afar spennandi viðureign sem fór alla leið í oddalegg. Að lokum var það Halldór sem stóð uppi sem sigurvegari eftir 3–2 sigur.
Að sögn Pílufélags Fjallabyggðar tókst mótið einstaklega vel í alla staði og er þakkað kærlega fyrir frábæra mætingu og góða þátttöku. Vonir standa til að sjá enn fleiri keppendur á næsta móti.
Myndir: Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson
